Verslunarfyrirtækið Hagar var rekið með 715 milljón króna hagnaði á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst 2007 en á sama tímabili í fyrra var félagið rekið með 44 milljón króna tapi.
Rekstrartekjur tímabilsins 1. mars til 31. ágúst 2007 námu 25.474 millj. kr. en námu 22.241 millj. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.068 millj. kr. en námu 23.616 millj. kr. í febrúarlok 2007. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam 8.965 millj. kr. en nam 6.538 millj. kr í febrúarlok 2007. Eiginfjárhlutfall félagsins var 34,4%, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar OMX á Íslandi.