Hagnaður viðskiptabankanna dregst saman á þriðja ársfjórðungi

Sam­an­lagður hagnaður viðskipta­bank­anna þriggja: Glitn­is, Kaupþings og Lands­bank­ans, nam 120,4 millj­örðum króna á fyrstu níu mánuðum árs­ins. Er þetta aukn­ing um 19,5 millj­arða króna frá því á sama tíma­bili árið 2006 er sam­an­lagður hagnaður þeirra nam 100,9 millj­örðum króna. Hins veg­ar dróst sam­an­lagður hagnaður bank­anna þriggja sam­an á þriðja árs­fjórðungi um 15,1 millj­arð króna. Í ár nam hagnaður­inn 31,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 46,8 millj­arða á þriðja árs­fjórðungi í fyrra.

Hagnaður Glitn­is nam 25,25 millj­örðun króna á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2007 sam­an­borið við 28,9 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra. Hagnaður Kaupþings nam 60,2 millj­örðum króna sam­an­borið við 45,8 millj­arða króna á fyrstu níu mánuðum árs­ins í fyrra. Hagnaður Lands­bank­ans nam 35 millj­örðum króna á fyrstu níu mánuðum árs­ins sam­an­borið við 26,2 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra.

Heild­ar­eign­ir 10.503 millj­arðar

Heild­ar­eign­ir bank­anna þriggja eru 10.503 millj­arðar króna. Heild­ar­eign­ir Glitn­is námu 2.767 millj­örðum króna þann 30. sept­em­ber sl. sam­an­borið við 2.335 millj­arða um ára­mót. Heild­ar­eign­ir Kaupþings námu 4.889 millj­örðum króna í lok sept­em­ber sam­an­borið við 4.055 millj­arða í árs­lok 2006. Heild­ar­eign­ir Lands­bank­ans voru 2.847 millj­arðar króna í lok sept­em­ber en voru 2.173 millj­arðar í árs­lok 2006.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK