Kaupþing hefur ákveðið að hækka verðtryggða og óverðtryggða innlenda vexti um 0,45% í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti.
Vaxtahækkunin nær einnig til nýrra íbúðalána Kaupþings og verða vextir nýrra lána 6,4% en breytingin gildir ekki fyrir þegar veitt íbúðalán Kaupþings þar sem vextir þeirra eru fastir allan lánstímann.