Órói hjá Citigroup

Stjórn Citigroup, stærsta banka heims, kom saman til neyðarfundar um helgina til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna skuldunauta sem ekki geta staðið í skilum. Nokkrir fjölmiðar, þar á meðal The Wall Street Journal, hafa fullyrt að Charles Prince, forstjóri bankans, undirbúi afsögn um helgina.

Eins og hjá ýmsum keppinautum bankans hefur niðursveiflan á bandaríska húsnæðismarkaðnum haft neikvæð áhrif á afkomu hans. Vandinn á fasteignamarkaði er sagður djúpstæðari en talið var.

Hlutabréf Citigroup hafa hrapað í verði, gengið var 37,73 Bandaríkjadalir á föstudag, eða 21% lægra en 1. október, var þá 47,72 dalir.

Ef miðað er við markaðsvirði er Citigroup næst stærsta fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Bank of America og hafa fregnirnar því valdið skjálfta í fjármálaheiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK