Fleiri bjóða í hlut filippseyska ríkisins í PNOC

Fjárfestingafélagið Filinvest Development Corp. (FDC) hefur ákveðið að bjóða í hlut filippseyska ríkisins í orkuveitunni PNOC Energy Development Corp. ásamt alþjóðlega fyrirtækinu International Power, sem er skráð í Kauphöllinni í Lundúnum.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur First Gen Corp., annað stærsta orkufélag Filippseyja, gert samkomulag við Reykjavik Energy Invest um að bjóða í hlut filippseyska ríkisins í PNOC Energy Development Corp.

Filippseyska ríkið vill selja 60% hlut sinn í PNOC og nota söluverðið til að greiða niður fjárlagahalla.

Hlutabréf í FDC lækkuðu um 1,5% í Kauphöllinni í Manilla í morgun eftir að tilkynnt var um að félagið hygðist bjóða í hlut ríkisins í PNOC-EDC. Jafnframt lækkaði PNOC-EDC um 1,3% í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka