Innlend kortavelta hefur aukist um 11,5%

Kreditkortavelta heimila var 18% meiri á tímabilinu janúar–september 2007 en í janúar–september á síðasta ári, að því er kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 5,8% í janúar–september 2007 frá sama tíma árið áður. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar–september 2007 um 11,5%.

Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 8,4% í janúar–september 2007 frá sama tíma árið áður. Erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 6,3% í janúar–september 2007 borið saman við janúar–september 2006.

Nýskráningar bíla í janúar–október 2007 voru 19.263, sem þýðir að 6,9% samdráttur var frá fyrra ári. Síðastliðna 12 mánuði, til loka október, voru nýskráningar bíla 21.690 en það er 11,4% samdráttur frá fyrra tólf mánaða tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK