Hlutabréf í Bandaríkjunum tóku kipp upp á við í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 126 stig, eða 0,93%, og stóð við lok dags í 13.669,40 stigum. Nasdaq hækkaði um 30 stig, eða 1,07%, og var við lok viðskipta í dag í2.825,18 stigum. Þá hækkaði Standard & Poor's 500 vísitalan um 1,24% og er nú 1.520,75 stig. Gengi á bréfum deCODE Genetics lækkaði um 11 sent (3,25%) og er það nú 3,27 dalir.