Olíuverð nálgast 100 dali

Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York.
Miðlarar á hrávörumarkaðnum í New York. AP

Verð á hráolíu hefur hækkað á mörkuðum í morgun. Þannig fór verð á olíu í framvirkum samningum með afhendingu í desember í 98,46 dali tunnan í viðskiptum á markaði í New York í morgun og verð á Brent Norðursjávarolíu komst í 95,09 dali í morgun, sem er met.

Miðlarar óttast að framboð á olíu verði ekki nægt á næstunni og eru minnkandi eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum hafðar til marks um það. Þá höfðu fréttir í gær um sjálfsmorðsárás í Afganistan og áframhaldandi spennu á landamærum Tyrklands og Íraks áhrif.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK