Reyndi að yfirtaka Rio Tinto

Járnvinnslusvæði Rio Tinto í Pilbarahéraði norður af Perth í Ástralíu.
Járnvinnslusvæði Rio Tinto í Pilbarahéraði norður af Perth í Ástralíu. Reuters

Ensk-ástralska fyrirtækið BHP Billiton, stærsta námufélag heims, upplýsti í dag að það hefði gert yfirtökutilboð í námufélagið Rio Tinto. Síðarnefnda félagið sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom, að tilboðinu hefði verið hafnað þar sem það hefði ekki endurspeglað verðgildi Rio Tinto, sem er nú að ljúka yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík.

BHP sagðist myndu áfram freista þess að yfirtaka Rio Tinto. Ef slík yfirtaka yrði að veruleika yrði um að ræða einn stærsta fyrirtækjasamruna sögunnar en sameiginlegt virði fyrirtækjanna er um 230 milljarðar dala.

Fram kemur í Vegvísi Greiningardeildar Landsbankans, að gengi bréfa Rio Tinto hækkaði mikið eftir tilkynninguna í dag eða um nærri 20%. Rio Tinto tilkynnti þó einnig um að félagið íhugaði sölu á Energy America, sem er næst stærsti kolaframleiðandi í Bandaríkjunum.

Rio Tinto hefur eignast 95,82% af útistandandi hlutum í Alcan en yfirtökutilboð félagsins í Alcan rennur út í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK