Tap Dresdner Bank 52 milljónir evra

Þýski bankinn, Dresdner Bank, dótturfélag þýska tryggingafélagsins Allianz, skilaði tapi á þriðja ársfjórðungi. Skýrist tapið einkum af þeim erfiðleikum sem eru á bandarískum fasteignamarkaði. Nam tap bankans 52 milljónum evra samanborið við 278 milljón evra hagnað á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Heildaráhrif óróans á fjármálamörkuðum nema 575 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

Rekstrarhagnaður Dresdner dróst saman um 78% milli tímabila og nam 87 milljónum evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK