Þýski bankinn, Dresdner Bank, dótturfélag þýska tryggingafélagsins Allianz, skilaði tapi á þriðja ársfjórðungi. Skýrist tapið einkum af þeim erfiðleikum sem eru á bandarískum fasteignamarkaði. Nam tap bankans 52 milljónum evra samanborið við 278 milljón evra hagnað á þriðja ársfjórðungi í fyrra.
Heildaráhrif óróans á fjármálamörkuðum nema 575 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.
Rekstrarhagnaður Dresdner dróst saman um 78% milli tímabila og nam 87 milljónum evra.