Sjálfskapaður vandi bankanna

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

„Ég held það sé óhætt að fullyrða að bankarnir hafi ekki riðið mjög feitum hesti frá viðskiptum með íbúðalán," segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

Hann segir ólíklegt að viðskiptabankarnir hafi hagnast mikið á lánunum sem þeir buðu er þeir komu fyrst inn á íbúðalánamarkaðinn. Núna hafi viðskiptabankarnir neyðst til að hækka vextina, ekki síst í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans.

„Koma bankanna inn á íbúðalánamarkaðinn og viðbrögð Íbúðalánasjóðs við henni hefur án efa haft veruleg áhrif til hækkunar á húsnæðismarkaðnum. Þannig að hluti af þeim verðbólguvanda sem Seðlabankinn hefur verið að berjast við hefur stafað af hækkun húsnæðisverðs, sem má að einhverju leyti rekja til aukins aðgengis að lánsfé frá viðskiptabönkunum," segir Gylfi.

Vandinn sem stýrivaxtahækkun Seðlabankans veldur viðskiptabönkunum er því að einhverju leyti sjálfskapaður.

„En það eru ýmsir fleiri þættir sem hafa valdið hækkun á húsnæðisverði, svo sem almennur uppgangur í hagkerfinu, kaupmáttaraukning og mikið streymi fólks til landsins," segir Gylfi og bætir því við að mjög flókið sé að meta hversu mikill hluti hækkunar á húsnæðisverði stafi af breyttum íbúðalánamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK