Enn hækkar skuldatryggingarálagið

Áfram heldur skuldatryggingarálag á skuldabréfum bankanna að hækka. Í gærmorgun var álagið á bréf Kaupþings 2,62%, Glitnis, 1,63% og Landsbanka 1,18%. Á þriðjudaginn í síðustu viku var álagið bréfum bankanna hins vegar 2%, 1,13% og 0,9% og er hækkunin því töluverð.

Guðni Níels Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi, segir hækkandi skuldatryggingarálag meðal annars ráðast af almennri óvissu á mörkuðum erlendis vegna títtnefndra undirmálsfasteignalána og lánakrísu þeim tengdri. "Reynslan sýnir okkur að mörkuðum er mun verr við óvissu en slæmar fréttir og gerum við ráð fyrir því að álagið muni jafna sig eftir því sem fleiri aðilar koma fram og gera hreint fyrir sínum dyrum, eins og þeir hafa verið að gera undanfarna daga."

Bendir Guðni á að skuldatryggingarálag á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur hækkað úr 0,05-0,10% í 0,40% undanfarið þrátt fyrir að íslenska ríkið teljist með öruggustu lántakendum. "Íslensk ríkisskuldabréf eru hvað þetta varðar gott dæmi um ástandið almennt á skuldabréfamarkaði, en hærra tryggingarálag á bréf íslenska ríkisins hefur svo áhrif til hækkunar á tryggingarálag íslensku bankanna."

Guðni segir hærra tryggingarálag ekki hafa haft raunveruleg áhrif á fjármögnun Kaupþings, þar sem bankinn hafi ekki gefið út nein ný skuldabréf frá því að tryggingarálagið tók að hækka. "Við höfum alla burði til að standa af okkur þetta tímabil, en hugsanlega munum við fresta skuldabréfaútgáfu vegna aðstæðna á markaði," segir Guðni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK