Jólagjöfin í ár

00:00
00:00

Jóla­versl­un­in mun aukast í ár, líkt og und­an­far­in ár, um ein tíu pró­sent, sam­kvæmt spá Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar, sem greint var frá í morg­un, um leið og kynnt var val á „jóla­gjöf­inni í ár.“

Í skýrslu RSV seg­ir að ekki þurfi að koma á óvart að gert sé ráð fyr­ir tölu­verðum vexti frá síðasta ári, þegar horft sé til mik­ils vaxt­ar í einka­neyslu að und­an­förnu.

RSV birti enn­frem­ur í morg­un niður­stöður úr viðhorfs­könn­un sem gerð var meðal al­menn­ings þar sem spurt var hversu miklu fólk verði til jóla­gjafa­kaupa og hvernig jólainn­kaup­un­um er háttað. Þessi könn­un var styrkt af SVÞ-Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu.

Flest­ir Íslend­ing­ar áætla að þeir muni verja 26-50 þúsund krón­um í jóla­gjaf­ir í ár, en það er svipað og í fyrra.

Og jóla­gjöf­in í ár er GPS staðsetn­ing­ar­tæki, að mati sér­skipaðrar dóm­nefnd­ar sem í voru val­in­kunn­ir ein­stak­ling­ar með mikla næmni fyr­ir stefn­um og straum­um í þess­um efn­um.

Valið var úr um 60 hug­mynd­um að jóla­gjöf­um sem aðallega bár­ust frá nem­end­ur Há­skól­ans á Bif­röst.

Dóm­nefnd­ina skipuðu Eva Dögg Sig­ur­geirs­dótt­ir, markaðsstjóri Smáralind­ar, Halla Helga­dótt­ir, teikni­stofu­stjóri Fít­on aug­lýs­inga­stofu, Óskar Björns­son, skrif­stofu­stjóri SVÞ-Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, Sæv­ar Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Net­spors ehf. og Þuríður Hjart­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Neyt­enda­sam­tak­anna.

Skýrsla Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK