Jólagjöfin í ár

Jólaverslunin mun aukast í ár, líkt og undanfarin ár, um ein tíu prósent, samkvæmt spá Rannsóknaseturs verslunarinnar, sem greint var frá í morgun, um leið og kynnt var val á „jólagjöfinni í ár.“

Í skýrslu RSV segir að ekki þurfi að koma á óvart að gert sé ráð fyrir töluverðum vexti frá síðasta ári, þegar horft sé til mikils vaxtar í einkaneyslu að undanförnu.

RSV birti ennfremur í morgun niðurstöður úr viðhorfskönnun sem gerð var meðal almennings þar sem spurt var hversu miklu fólk verði til jólagjafakaupa og hvernig jólainnkaupunum er háttað. Þessi könnun var styrkt af SVÞ-Samtökum verslunar og þjónustu.

Flestir Íslendingar áætla að þeir muni verja 26-50 þúsund krónum í jólagjafir í ár, en það er svipað og í fyrra.

Og jólagjöfin í ár er GPS staðsetningartæki, að mati sérskipaðrar dómnefndar sem í voru valinkunnir einstaklingar með mikla næmni fyrir stefnum og straumum í þessum efnum.

Valið var úr um 60 hugmyndum að jólagjöfum sem aðallega bárust frá nemendur Háskólans á Bifröst.

Dómnefndina skipuðu Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, Halla Helgadóttir, teiknistofustjóri Fíton auglýsingastofu, Óskar Björnsson, skrifstofustjóri SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu, Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors ehf. og Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.

Skýrsla Rannsóknaseturs verslunarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK