Litlar breytingar á kortaveltu milli mánaða

Kreditkortavelta nam rúmum 24 milljörðum króna í síðasta mánuði og var nánast óbreytt milli mánaða. Frá sama tíma í fyrra jókst kortavelta hins vegar að raungildi um 15%, en þá er til þess að líta að í október 2006 var veltan með rýrasta móti, ef miðað er við mánuðina á undan og eftir.

Seðlabankinn birti nýverið tölur um greiðslukortaveltu til og með október.

Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að kreditkortavelta, að viðbættri debetkortaveltu í innlendum verslunum, gefur sterka vísbendingu um þróun einkaneyslu þegar leiðrétt er fyrir breytingum verðlags og gengis. Talsverðar sveiflur hafa hins vegar verið í veltutölunum milli mánaða undanfarið. Þriggja mánaða hlaupandi meðaltal gefur því gleggri mynd af þróun kortaveltu en mánaðartölur, og samkvæmt því er um 8% raunaukningu kortaveltu að ræða milli ára.

„Telja má líklegt að frekar dragi úr vexti kortaveltu á ársgrundvelli eftir því sem á veturinn líður. Háir innlendir vextir auka greiðslubyrði skammtímaskulda almennings, auk þess sem nú fer heldur að hægjast um í hagkerfinu í kjölfarið á lokum stórframkvæmda. Við bætist að meiri blikur virðast nú á lofti en áður um verðþróun helstu eigna almennings næsta kastið," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK