Nýs hluthafafundar krafist í Vinnslustöðinni

mbl.is/ÞÖK

Eigendur rúmlega þriðjungs hlutafjár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum krefjast þess að hluthafafundur verði haldinn hið fyrsta og að ný stjórn verði kosin. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins, Samþykkt var á hluthafafundi í síðustu viku að afskrá Vinnslustöðina úr Kauphöllinni.

Stilla, félag í eigu bræðranna Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, sem á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni, greiddi atkvæði gegn afskráningunni á hluthafafundinum og hefur krafist nýs fundar.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að Stilla telji, að stjórnendur Vinnslustöðvarinnar sem tengjast Eyjamönnum ehf., og ráða yfir helmingi hlutafjár, hafi beitt félaginu í sína eigin þágu, m.a. með samningum við VÍS og Kaupþing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK