Eigendur rúmlega þriðjungs hlutafjár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum krefjast þess að hluthafafundur verði haldinn hið fyrsta og að ný stjórn verði kosin. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins, Samþykkt var á hluthafafundi í síðustu viku að afskrá Vinnslustöðina úr Kauphöllinni.
Stilla, félag í eigu bræðranna Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, sem á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni, greiddi atkvæði gegn afskráningunni á hluthafafundinum og hefur krafist nýs fundar.
Fram kom í fréttum Útvarpsins, að Stilla telji, að stjórnendur Vinnslustöðvarinnar sem tengjast Eyjamönnum ehf., og ráða yfir helmingi hlutafjár, hafi beitt félaginu í sína eigin þágu, m.a. með samningum við VÍS og Kaupþing.