Sparisjóðsmál til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þann 13. nóvember síðastliðinn var tekin til umræðu fyrirhugaður samruni Sparisjóðs Norðlendinga (SPNOR) við BYR en eins og fram hefur komið í fréttum samþykktu stofnfjáreigendur SPNOR nýverið samrunann.

Í tilkynningu frá VG kemur fram að næsta skref í þessu ferli er að samrunnin hljóti samþykki Fjármálaeftirlitsins. Bæjarfulltrúar VG, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir, lögðu fram eftirfarandi tillögu um bókun frá Akureyrarbæ:  

,,Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum samruna Sparisjóðs Norðlendinga við BYR. Mikil eftirsjá er í því þegar svo öflug fjármálastofnun sem er á forræði heimamanna er lögð inn í stóra samsteypu á höfuðborgarsvæðinu. Við það glatast yfirráð heimamanna yfir gríðarmiklum sjóðum sem hafa um árabil verið nýttir til að styrkja nærsvæði Sparisjóðs Norðlendinga  í samræmi við markmið og tilgang Sparisjóða.  Í stað þess verður Sparisjóður Norðlendinga að útibúi frá BYR sem veikir stöðu og sjálfstæði hans. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir einnig vonbrigðum yfir því að stjórn Sparisjóðs Norðlendinga hafi ekki skoðað möguleika sem önnur fjármálafyrirtæki, svo sem eins og KEA og Saga Capital, höfðu bent á til að styrkja sjálfstæði og stöðu sjóðsins í heimabyggð."  

Bæjarfulltrúar VG greiddu atkvæði með tillögunni en fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá á meðan fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði á móti henni þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks og tveir fulltrúar Samfylkingar, samkvæmt tilkynningu frá VG. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK