Eðalfiskur kaupir Reykás

Matvælavinnslufyrirtækið Eðalfiskur í Borgarnesi keypti á dögunum Reykás við Grandagarð í Reykjavík, sem hefur fengist við svipaða framleiðslu, það er reykingu og vinnslu á laxi.

Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar hjá Eðalfiski er fyrirtækið með þessu að styrkja sig á innlenda markaðnum, en Reykás hefur verið mikið í að reykja fisk fyrir hinn almenna veiðimann, samkvæmt frétt á vef Skessuhorns.

Sökum erfiðrar stöðu íslensku krónunnar hætti Eðalfiskur að flytja út reyktan lax á sl. vetri. Útflutningurinn nam 50% framleiðslunnar sl. ár. Um svipað leyti var starfsmönnum vinnslunnar fækkað og eru þeir 12 talsins í dag. Kristjáns Rafn vonast til að geta haldið þeim fjölda, en líklega verður þó að fjölga starfsmönnum eitthvað þegar nálgast jólin. Hann segir kaupverðið á Reykási trúnaðarmál.

Fréttavefurinn Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK