Lækkun á Wall Street í kjölfar hækkunar vísitölu neysluverðs

Frá Wall Street
Frá Wall Street AP

Hlutabréf lækkuðu í verði á Wall Street þegar viðskipti hófust í dag. Skýrist það meðal annars af áhyggjum fjárfesta af því að einkaneysla fari minnkandi vestanhafs en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% í október. Er þetta í takt við spá greiningaraðila. Helstu skýringar á hækkun vísitölunnar er hækkun eldsneytisverðs og hækkun á verði matvöru.

Óttast fjárfestar að með aukinni verðbólgu, þá sérstaklega vegna hækkunar á eldsneytisverði, geti dregið úr allri neyslu neytenda. Jafnframt dragi aukning verðbólgu úr líkum á því að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti enn frekar.

Á sama tíma var greint frá því að 20 þúsund hefðu bæst á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum í síðustu viku en alls eru 339 þúsund manns á atvinnuleysisbótum þar í landi. Er aukningin mun meiri heldur en spáð hafði verið.

Í dag kynnti verslunarfyrirtækið J.C. Penney afkomu sína en hagnaður félagsins dróst saman um 9% á þriðja ársfjórðungi. Hefur félagið lækkað afkomuspá fyrir fjórða ársfjórðungi þar sem erfiðleikar á fasteignamarkaði minnka kaupgleði almennings.

Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 0,03% það sem af er degi og Standard & Poor's um 0,08% en Nasdaq hefur hækkað um 0,01%. Strax við opnun markaðar lækkaði Dow Jones um 0,34%, S&P um 0,38% og Nasdaq um 0,12% en vísitölurnar hafa allar rétt úr kútnum síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK