Fjármálafyrirtæki gætu tapað allt að 400 milljörðum Bandaríkjadala á ótryggum húsnæðislánum , að því er yfirhagfræðingur Goldman Sachs, Jan Hatzius, segir. Er þetta mun hærri fjárhæð heldur en Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hingað til talið en svipað tjón og aðrar fjármálastofnanir hafa sagt, svo sem Deutsche Bank.
Að sögn Hatzius gæti þetta haft gríðarleg þjóðhagsleg áhrif, að því er fram kemur á vef BBC. Hatzius segir að þetta geti leitt til verulegs samdráttar í efnahagslífinu og dregið úr hagvexti til lengri tíma litið.