Gengi bréfa deCODE hækkaði um 18,8%

Kári Stefánsson, forstjóri deCODE.
Kári Stefánsson, forstjóri deCODE. Reuters

Gengi bréfa deCODE, móður­fé­lags Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, hækkaði um 18,81% á Nas­daq verðbréfa­markaðnum í dag og er nú skráð 3,60 dal­ir. Fyrr í dag til­kynnti fyr­ir­tækið, að það ætlaði að bjóða al­menn­ingi gegn greiðslu, að skoða hvernig erfðamengi ein­stak­linga lít­ur út með til­liti til þeirra erfðaþátta sem vitað er að auka eða minnka lík­ur á al­geng­um sjúk­dóm­um.

Hluta­bréf hækkuðu á Wall Street í dag. Nas­daq vísi­tal­an hækkaði um 0,72% og er 2637 stig og Dow Do­nes vísi­tal­an hækkaði um 0,5% og er 13.175 stig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka