Útgerðarfyrirtækið Skinney Þinganes á Hornafirði hefur fest kaup á uppsjávarveiðiskipinu Lunar Bow PD265, sem var í eigu Lunar Fishing í Skotlandi. Skipið er smíðað í Noregi árið 2000 og er útbúið á tog og nótaveiðar. Burðargeta þess er um 1540 tonn í kælitönkum en skipið er rúmlega 61 meter að lengd og um 13 metra breitt og aðalvél skipsins um 7400 hö. Áætlaður afhendingartími er í maí 2008.