Úrvalsvísitalan lækkar um 2,67%

Brynjar Gauti

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,67% það sem af er degi í Kauphöll OMX á Íslandi og stendur vísitalan í 7.026,8 stigum. Exista hefur lækkað um 4,3%, Straumur um 3,8%, Kaupþing um 3,4%, Eimskip um 3,3% og SPRON um 3,1%.

Fjögur félög hafa hins vegar hækkað það sem af er degi og leiðir Atlantic Petroleum hækkunina, 6,2%. Auk þess hefur Icelandair hækkað um 1,2%, Føroya Banki hefur hækkað um 1% og Alfesca um 0,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK