Miklar sveiflur á Úrvalsvísitölunni

Brynjar Gauti

Miklar sveiflur hafa verið á Úrvalsvísitölunni í Kauphöll OMX á Íslandi í dag. Við opnun markaða klukkan 10 lækkaði vísitalan skarpt eða um rúm 2%. En vísitalan tók síðan að hækka og nemur hækkunin nú 0,39%. Stendur vísitalan í 6.984,95 stigum. Mest hafa bréf Atlantic Petroleum hækkað eða um 6,55%.

Í sumar þegar hlutabréfamarkaðurinn náði hámarki fór Úrvalsvísitalan upp fyrir 9.000 stig og hafði þá hækkað um 40% frá áramótum. Núna hefur sú hækkun hinsvegar að stórum hluta gengið til baka og nemur hækkunin frá áramótum nú 9,1%, samkvæmt upplýsingum frá Glitni.

„Enn er mikill óvissa ríkjandi á alþjóðamörkuðum í kjölfar lausafjárkreppunnar sem hófst með vandræðum á bandaríska fasteignamarkaðinum í sumar. Þessi óvissa hefur mikil áhrif á fjármálafyrirtæki og vegna mikils vægis fjármálafyrirtækja á íslenska markaðnum hafa áhrifin verið sterk á Íslandi. Á meðan óvissuástandið helst óbreytt á alþjóðlegum mörkuðum má enn búast við sveiflum á íslenska markaðinum horft til næstu vikna.

Við teljum þó að undirliggjandi rekstur helstu félaga á íslenska markaðnum sé traustur til lengri tíma litið. Erlendir hlutabréfamarkaðir eru flöktandi í morgun og enn eru að berast fréttir af hugsanlegum viðbótarafskriftum hjá fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK