Undirstaða íslenska hagkerfisins enn traust

Undirstaða íslenska hagkerfisins er enn traust, segir Kaupþing.
Undirstaða íslenska hagkerfisins er enn traust, segir Kaupþing.

Tíðindi sem þessi séu því líklegri en ella til að hafa skörp skammtímaáhrif eins og raunin var í dag en þegar fjárfestar átti sig á vægi fréttanna leiðréttist markaðir fljótt í kjölfarið enda megi segja að fjölmörg kauptækifæri hafi myndast á markaði í dag.

„Undirstöðuatriði í íslensku hagkerfi eru enn traust en eins og S&P bendir á þá hefur staða opinberra fjármála aldrei verið betri en einmitt nú. Ef kreppa er handan við hornið er að mati Greiningardeildar (Kaupþings) líklegt að ríkið grípi inn í slíka atburðarrás með tilkynningum um stórframkvæmdir til að hjálpa hagkerfinu. Enn frekar er ekki ólíklegt að tilkynnt verði um stórframkvæmd í Helguvík á næstunni. Að mati Greiningardeildar verður eilítill samdráttur í hagvexti á næsta ári en að hann komist aftur á strik árið 2009," segir m.a. í ½5 fréttum Kaupþings.

Greiningardeild Landsbankans fjallar einnig um tilkynningi S&P í Vegvísi sínum síðdegis og segir, að þrátt tt fyrir óbreytta lánshæfiseinkunn geti breyting á horfum í neikvæðar haft áhrif á kjör í lánsfjárútboðum. Meti markaðsaðilar það svo, að breytingin verði til þess að stjórnvöld taki á þeim þáttum sem helst ógni lánshæfismatinu verði áhrifin engin. Telji markaðsaðilar líkur á að ekki verði brugðist við og lánshæfiseinkunnin muni lækka í framhaldinu geti það haft í för með sér verri kjör í næstu útboðum.

„Þar sem lánsfjárþörf ríkisins á erlendum mörkuðum er lítil er líklegt að áhrifin verði fyrst og fremst á Íbúðalánasjóð á næstunni auk Landsvirkjunar. Líkur á frekari vaxtahækkunum í kjölfar næstu skuldabréfaútboða hafa því enn aukist. Vextir á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs leggja grunninn að verðlagningu allra verðtryggðra skuldbindinga hér á landi og því hafa breytingar á þeim víðtæk áhrif í hagkerfinu," segir Landsbankinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK