Hagnaður Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöngin, eftir skatta fyrir rekstarárið 1. október 2006 til 30. september 2007 nam 282 milljónum króna en hagnaðurinn á sama tímabili árið áður nam 8 milljónum króna. Hagnaður Spalar á fjórða ársfjórðungi rekstrarársins nam 112 milljónum króna. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 153 milljónum króna.
Reikningsár Spalar er 1. október til 30. september ár hvert. Spölur er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar, að því er segir í tilkynningu.
Veggjald ársins nam 1.034 m.kr. til samanburðar við 995 m.kr. árið áður sem er 3,8% hækkun.
Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrir árið 2007 nam kr. 229 m.kr. og hækkar um rúm 11,7% frá árinu áður þegar hann nam 205 m.kr.
Skuldir Spalar ehf lækka úr 4.616 m.kr. þann 30. september 2006 í 4.405 m.kr þann 30. september 2007 eða um 4,8%.