Tekjuskattur fyrirtækja hefur fjórfaldast á fimm árum

Tekjuskattur lögaðila fyrir árið 2006 var 42,7 milljarðar króna sem er nær fjórðungs aukning frá síðasta ári þegar hann var 34,7 milljarðar. Fjármálaráðuneytið segir, að á síðustu fimm árum, eða frá því að fyrirtækjaskatturinn var lækkaður úr 30% í 18%, hafi tekjuskattur fyrirtækja rúmlega fjórfaldast.

Fjárrmálaþjónusta og tengd starfsemi skilar langmestu í ríkissjóð eða sem nemur 18,2 milljörðum árið 2006; árið 2003 námu þessar tekjur rúmlega 2 milljörðum. Tekjuskattsgreiðslur fyrirtækja í ýmissri sérhæfðri þjónustu hafa einnig aukist mikið á undanförnum árum og skiluðu greinarnar tæpum 6,3 milljörðum króna í ríkissjóð vegna afkomu á síðasta ári. Í þessum flokki ber hæst lögfræðiþjónustu, bókhald, endurskoðun, starfsemi arkitekta og verkfræðinga og skyldar greinar.

Tekjuskattur lögaðila í bygginga- og mannvirkjagerð hefur einnig aukist mjög mikið og nam rúmlega 3,9 milljörðum á síðasta ári en rétt rúmum milljarði árið 2001. Í verslunargreinunum hefur tekjuaukningin ekki verið eins mikil en þær skiluðu rúmlega 4,8 milljörðum króna árið 2006. Heildarafkoma fiskveiða hefur staðið nánast í stað á umræddu tímabili og skilaði einum milljarði í tekjuskatt vegna síðastliðins árs.

Hvað aðrar atvinnugreinar varðar má helst nefna að töluverðs samdráttar gætir í tekjuskatti af síma- og fjarskiptaþjónustu, sem stafar af verri afkomu en ekki minni umsvifum. Einnig gætir nokkurs samdráttar í hótel- og veitingaahúsarekstri annars vegar og matvæla- og drykkjarvöruiðnaði hins vegar. Lítils háttar aukning er í heilbrigðis- og sammfélagsþjónustu og skyldum greinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK