Glitnir í samstarf við indverskt orkufyrirtæki

Frá undirritun samningsins í morgun
Frá undirritun samningsins í morgun

Glitn­ir og LNJ Bhilw­ara Group, sem er með starf­semi á Indlandi og í Nepal, skrifuðu í dag und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf við bygg­ingu jarðvarma­virkj­ana á Indlandi og í Nepal.

Yf­ir­lýs­ing­in var und­ir­rituð í mót­töku sem fjár­málaráðherra Ind­lands hélt til heiðurs Árna Mat­hiesen fjár­málaráðherra Íslands sem nú er í op­in­berri heim­sókn á Indlandi ásamt viðskipta­sendi­nefnd til að kynn­ast þróun orku­mála á Indlandi.

Í þessu sam­starfi mun Glitn­ir leggja til sér­fræðiþekk­ingu á sviði jarðvarma og skapa fjár­hags­lega um­gjörð um verk­efni sem tengj­ast jarðvarma­virkj­un­um. LNJ Bhilw­ara Group mun sjá um þró­un­ar­vinnu og stjórn verk­efn­is­ins á staðnum en Glitn­ir og LNJ Bhilware Group munu vinna sam­an að þróun viðskipta- og verk­efna­áætl­un­ar, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK