Glitnir í samstarf við indverskt orkufyrirtæki

Frá undirritun samningsins í morgun
Frá undirritun samningsins í morgun

Glitnir og LNJ Bhilwara Group, sem er með starfsemi á Indlandi og í Nepal, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf við byggingu jarðvarmavirkjana á Indlandi og í Nepal.

Yfirlýsingin var undirrituð í móttöku sem fjármálaráðherra Indlands hélt til heiðurs Árna Mathiesen fjármálaráðherra Íslands sem nú er í opinberri heimsókn á Indlandi ásamt viðskiptasendinefnd til að kynnast þróun orkumála á Indlandi.

Í þessu samstarfi mun Glitnir leggja til sérfræðiþekkingu á sviði jarðvarma og skapa fjárhagslega umgjörð um verkefni sem tengjast jarðvarmavirkjunum. LNJ Bhilwara Group mun sjá um þróunarvinnu og stjórn verkefnisins á staðnum en Glitnir og LNJ Bhilware Group munu vinna saman að þróun viðskipta- og verkefnaáætlunar, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK