Japanskar fjármálastofnanir töpuðu allt að 230 milljörðum jena, 133 milljörðum króna, vegna fjárfestinga í áhættusömum bandarískum fasteignalánum á fyrri hluta ársins, samkvæmt nýjum upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum sem birtar eru í japönskum fjölmiðlum í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá japanska fjármálaeftirlitinu hefur óróleiki á bandarískum fjármálamarkaði ekki haft veruleg áhrif á afkomu japanskra fjármálastofnana en fjármálaeftirlitið telur að áhrifin geti aukist til hins verra vegna þess óstöðugleika sem ríkir á fjármálamörkuðum heimsins. Kauphöllin í Tókýó var lokuð í dag líkt og aðrar fjármálastofnanir vegna almenns frídags í Japan.