Hafa misst trúna á Íslandi

Geng­is­hrun ís­lensku krón­unn­ar í nóv­em­ber er skýrt merki þess að er­lend­ir fjár­fest­ar hafa misst trúna á ís­lensku efna­hags­lífi og áhrif hunda­dagakrepp­unn­ar á ís­lenska hag­kerfið munu smita frá sér inn í danskt efna­hags­líf. Þetta seg­ir Jan Størup Niel­sen, hag­fræðing­ur hjá Fionia Bank í Dan­mörku, í sam­tali við net­posten.dk. Jafn­framt seg­ir hann Seðlabank­ann gera rétt í að hækka stýri­vexti en það sé þó spurn­ing hvort nóg sé gert.

„Verðbólga er mik­il, greiðslu­hall­inn við út­lönd er þris­var sinn­um meiri, sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu, en í Banda­ríkj­un­um og hag­vöxt­ur fer lækk­andi. Þetta er hinn hrái veru­leiki sem tígris­hag­kerfi N-Atlants­hafs­ins býr við. En vanda­málið er þó ekki ein­angrað við Ísland því dönsk fyr­ir­tæki í eigu Íslend­inga eru einnig í hættu,“ seg­ir í grein net­posten.dk.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK