Askar Capital skrifar undir samstarfssamning við indverskt fyrirtæki

Nú síðdeg­is var skrifað und­ir sam­starfs­samn­ing á milli fjár­fest­ing­ar­bank­ans Ask­ar Capital og ind­verska fyr­ir­tæk­is­ins SKIL Group í borg­inni Mumbai, sem áður nefnd­ist Bombay, en í dag var sömu­leiðis opnuð skrif­stofa Ask­ar Capital í borg­inni.

Það voru þeir Hauk­ur Harðars­son, stjórn­ar­formaður, og Tryggvi Þór Her­berts­son, for­stjóri, sem skrifuðu und­ir samn­ing­inn fyr­ir hönd Ask­ar Capital og Asog Nik­hil Gand­hi, stjórn­ar­formaður Skil Group, fyr­ir hönd ind­verska fyr­ir­tæk­is­ins. Viðstadd­ir und­ir­skrift­ina voru m.a. Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, og aðrir í ís­lensku viðskipta­sendi­nefnd­inni sem nú er stödd á Indlandi.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Guðjóni Svans­syni, for­stöðumanni nýrra markaða hjá Útflutn­ings­ráði Íslands, að ferð viðskipta­sendi­nefnd­ar­inn­ar, sem fjár­málaráðherra fer fyr­ir, hafi tek­ist fram­ar von­um. Full­trú­ar ís­lensku fyr­ir­tækj­anna hafa átt mjög gagn­lega fundi með hugs­an­leg­um sam­starfsaðilum á Indlandi og nú þegar hafa tveir samn­ing­ar verið und­ir­ritaðir í ferðinni.

Þá seg­ir að bú­ist sé við að fleiri fylgi í kjöl­farið en meðal þátt­tak­enda í ferð viðskipta­sendi­nefnd­ar­inn­ar eru full­trú­ar frá Glitni, Kaupþingi, Lands­banka/​Hydrokraft, Geysi Green Energy, Klauf, Há­skól­an­um á Bif­röst, Milest­one og Nordic Visitor auk Ask­ar Capital.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK