Erfitt að fá upplýsingar frá erlendum dótturfélögum banka

mbl.is/Eyþór

Jón­as Fr. Jóns­son, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sagði á árs­fundi stofn­un­ar­inn­ar í dag, að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi rekið sig á erfiðleika í ákveðnum til­vik­um við að afla nauðsyn­legra upp­lýs­inga frá er­lend­um dótt­ur­fé­lög­um ís­lensku bank­anna.

Jóna sagði, að Fjár­mála­eft­ir­litið geti, ef þurfa þyki, sótt þær upp­lýs­ing­ar sem þarf með aðstoð er­lendra syst­ur­stofn­anna. Slík­ar beiðnir og heim­sókn­ir séu hins veg­ar tíma­frek­ar og veki upp efa­semd­ir hjá hinum er­lenda eft­ir­litsaðila um viðskipta­hætti á ís­lensk­um markaði. Slíkt kunni einnig að leiða til þess, að hinn er­lendi eft­ir­litsaðili setji öll ís­lensk dótt­ur­fé­lög und­ir smá­sjá að nauðsynja­lausu. Á þessu verði tekið bæði hvað varðar ein­stök til­vik og við samþykki á kaup­um á dótt­ur­fé­lög­um í framtíðinni.

Þá sagði Jón­as að hluta­skrár ein­stakra fé­laga veittu mjög óljósa mynd um raun­veru­lega eig­end­ur hluta. Þannig geti hlut­ir t.d. hvílt í veltu­bók­um eða á safn­reikn­ing­um inn­an­lands eða utan, komið til vegna fram­virkra samnn­inga, verið í eigu fjár­vörslu­sjóða, sem jafn­vel væru vistaðir hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um er­lend­is, eða verið í eigu fé­lags­ins A, sem sé í eigu er­lends fé­lags B inn­an EES sem jafn­vel sé í eigu er­lends fé­lags C utan EES.

„Að mínu mati þarf að end­ur­skoða hluta­fé­laga­lög­in og lög um verðbréfa­skrán­ingu með það að mark­miði að ávallt sé ljóst hver hinn raun­veru­legi eig­andi er. Aðilar eiga ekki að geta notið fullra eig­enda­rétt­inda ef aðrir hlut­haf­ar eða fé­lagið sjálft hafa ekki vitn­eskju um hverj­ir þeir eru. Varðandi eign­ar­hluti í fjár­málaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um og skráðum hluta­fé­lög­um er slíkt gegn­sæi sann­gjörn og eðli­leg krafa," sagði Jón­as.

Ræða for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK