Erlend lán heimilanna 112 milljarðar

Erlend lán heimilanna jukust um 4,7 milljarða í síðasta mánuði, þar af 700 milljónir vegna íbúðalána. Skuldir heimilanna í erlendri mynt námu í lok október 112, 8 milljörðum, þar af 25,9 milljarðar vegna húsnæðislána.

Um síðustu áramót námu erlend lán heimilanna 6,1% af heildarskuldum heimilanna við bankakerfið. Í lok október var þetta hlutfall komið upp í 10,5%.

Yfirdráttarlán heimilanna námu 74,2 milljörðum í lok október, en þessi lán hækkuðu um 2,5 milljarða í októbermánuði einum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK