Bandarískir fjárfestar eru hrifnir af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, ef marka má nýja könnun meðal bandarískra fjárfesta í Frakklandi. Alls telja 83% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að Sarkozy hafi jákvæð áhrif á erlenda fjárfestingu í Frakklandi.
Er þetta mikil breyting frá því er Jacques Chirac var forseti Frakklands enda Sarkozy oft nefndur „Sarko hinn ameríski" af gárungum. Skýrist það að aðdáun forsetans á öllu sem er bandarískt, hvort sem það eru hamborgar eða afstaða þeirra til Írans.