Bankamenn játa sekt í Enron-máli

00:00
00:00

Þrír bresk­ir banka­menn, sem voru ákærðir  fyr­ir hlut sinn í En­ron mál­inu, hafa játað sekt sína en áður höfðu þeir lýst yfir sak­leysi. Eru þre­menn­ing­arn­ir ákærðir fyr­ir að hafa tekið þátt í að aðstoða Andrew Fastow, fyrr­um aðal­fjár­mála­stjóra En­ron, við fjár­svik.

Rétt­ar­höld yfir Dav­id Berm­ing­ham, Gi­les Dar­by og Gary Mul­grew áttu að hefjast í janú­ar en þeir hafa játað að hafa tekið þátt fjár­mála­hneyksl­inu árið 2000 með því að svíkja fé út úr fyrr­um vinnu­veit­anda sín­um með því að vera í vitorði með Fastow.

 NatWest hafði fjár­fest í dótt­ur­fé­lagi En­ron, fé­lagi sem var stýrt af Fastow, sem tal­inn er einn af hug­mynda­smiðunum á bak við svindlið sem skók banda­ríska orku­fyr­ir­tækið En­ron á sín­um tíma. Í árs­byrj­un 2000 færði NatWest virði eign­ar sinn­ar í dótt­ur­fé­lag­inu niður og var hann met­inn verðlaus þrátt fyr­ir að þre­menn­ing­arn­ir vissu að hann væri það ekki. Fyr­ir­tæki und­ir stjórn Michael Kopp­er, helsta aðstoðar­manns Fastow, keypti síðan hlut NatWest í dótt­ur­fé­lag­inu á eina millj­ón dala. Greiddu banka­menn­irn­ir Kopp­er 250 þúsund fyr­ir viðskipt­in. Fastow falasaði síðan gögn En­ron þannig að orku­fyr­ir­tækið myndi greiða NatWest 20 millj­ón­ir dala fyr­ir hlut­inn.  En 20 millj­ón­irn­ar runnu hins veg­ar beint í vasa banka­mann­anna þriggja, Fastows og fleiri sem komu að fjár­svik­un­um. Fengu banka­menn­irn­ir 7,3 millj­ón­ir dala í sinn hlut á meðan Fastow, Kopp­er fleiri fé­lag­ar þeirra fengu um 12,3 millj­ón­ir í sinn hlut, sam­kvæmt játn­ingu þre­menn­ing­anna. 

 Þre­menn­ing­arn­ir játuðu sekt í ein­um lið ákær­unn­ar sem var í sjö liðum og samþykktu einnig að greiða NatWest bank­an­um, en þeir eru all­ir fyrr­um yf­ir­menn bank­ans, fjár­hæðina sem þeir sviku út, alls 7,3 millj­ón­ir dala.  Eins verður þeim gert að greiða frek­ari skaðabæt­ur í Bretlandi en bank­inn höfðaði einka­mál gegn þeim er málið komst upp á sín­um tíma.

All­ir eiga þeir yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi og sekt upp á 250 þúsund dali en dóm­ur verður kveðinn upp yfir þeim þann 22. fe­brú­ar næst­kom­andi.  Lög­fræðing­ar þeirra vinna nú að því að þeir fái að afplána hluta refs­ing­ar­inn­ar í Bretlandi. 

Gary Mulgrew, Giles Darby og David Bermingham
Gary Mul­grew, Gi­les Dar­by og Dav­id Berm­ing­ham Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK