Versti mánuður í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Kristinn

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 13,9% í nóvembermánuði. Fram kemur í Vegvísi Greiningardeildar Landsbankans, að á 15 ára tímabili hafi vísitalan aldrei lækkað svo mikið í einum mánuði.

Þar til nú hafði mesta lækkunin átt sér stað í október 2004 en þá nam lækkunin 11,5%. Á sama tíma veiktist krónan um 2,78% þrátt fyrir talverða hækkun í þessari viku. 

Vísitalan fór lægst niður í 6741 stig þann 22. nóvember en hefur síðan hækkað á ný og var í dag rétt tæp sjö þúsund stig. Í þessari viku hækkaði vísitalan um 3,4%.

Greiningardeild Kaupþings segir í ½5 fréttum sínum, að stemningin hafi batnað á hlutabréfamarkaði síðustu dægrin, m.a. vegna vísbendinga um að bandaríski seðlabankinn lækki vexti um miðjan desember. Þá hafi það haft jákvæð áhrif á markaðinn í vikunni, að skuldatryggingaálag bankanna tók að lækka eftir að Kaupþing útlistaði hvernig staðið yrði að fjármögnun á kaupum á hollenska bankanum NIBC. Þá hafi styrking krónunnar stutt  við hækkun Úrvalsvísitölunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK