Versti mánuður í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Kristinn

Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar Íslands lækkaði um 13,9% í nóv­em­ber­mánuði. Fram kem­ur í Veg­vísi Grein­ing­ar­deild­ar Lands­bank­ans, að á 15 ára tíma­bili hafi vísi­tal­an aldrei lækkað svo mikið í ein­um mánuði.

Þar til nú hafði mesta lækk­un­in átt sér stað í októ­ber 2004 en þá nam lækk­un­in 11,5%. Á sama tíma veikt­ist krón­an um 2,78% þrátt fyr­ir tal­verða hækk­un í þess­ari viku. 

Vísi­tal­an fór lægst niður í 6741 stig þann 22. nóv­em­ber en hef­ur síðan hækkað á ný og var í dag rétt tæp sjö þúsund stig. Í þess­ari viku hækkaði vísi­tal­an um 3,4%.

Grein­ing­ar­deild Kaupþings seg­ir í ½5 frétt­um sín­um, að stemn­ing­in hafi batnað á hluta­bréfa­markaði síðustu dægrin, m.a. vegna vís­bend­inga um að banda­ríski seðlabank­inn lækki vexti um miðjan des­em­ber. Þá hafi það haft já­kvæð áhrif á markaðinn í vik­unni, að skulda­trygg­inga­álag bank­anna tók að lækka eft­ir að Kaupþing út­listaði hvernig staðið yrði að fjár­mögn­un á kaup­um á hol­lenska bank­an­um NIBC. Þá hafi styrk­ing krón­unn­ar stutt  við hækk­un Úrvals­vísi­töl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK