Svipt innheimtuleyfi

Norska fjármálaeftirlitið, Kredittilsynet, hefur afturkallað leyfi innheimtufyrirtækisins Intrum Justitia A/S (dótturfélags Intrum Justitia í Svíþjóð og systurfélags Intrum á Íslandi) til innheimtustarfsemi í Noregi. Ástæðan er samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu sú að fyrirtækið hefur 3.600 sinnum á árunum 2006 og 2007 látið skuldara greiða hærri innheimtugjöld en leyfð eru samkvæmt norskum innheimtulögum.

Brotin eru samkvæmt Kredittilsynet álitin mjög alvarleg og hefur leyfið því verið afturkallað.

Sænska blaðið Dagens Industri hefur eftir Eirik Bunæs, deildarstjóra hjá Kredittilsynet, að ennfremur hafi Intrum í Noregi sent út innheimtubréf of snemma en strangar reglur séu í Noregi um hversu langur tími megi líða frá gjalddaga til kröfu uns tímabært er að senda út innheimtubréf.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kredittilsynet hefur afskipti af starfsemi Intrum í Noregi en árið 2005 var fyrirtækið gagnrýnt harkalega fyrir vinnubrögð sín að sögn DI.

Í fréttatilkynningu frá Intrum Justitia segir að forritunarvilla hafi valdið því að of há innheimtugjöld voru rukkuð en að því hafi þegar verið kippt í liðinn. Þá hefur Intrum áfrýjað úrskurði Kredittilsynet til norska dómsmálaráðuneytisins og mun starfsemi félagsins ganga sinn vanagang uns ráðuneytið fellir úrskurð sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK