Svipt innheimtuleyfi

Norska fjár­mála­eft­ir­litið, Kred­ittil­synet, hef­ur aft­ur­kallað leyfi inn­heimtu­fyr­ir­tæk­is­ins Intr­um Justitia A/​S (dótt­ur­fé­lags Intr­um Justitia í Svíþjóð og syst­ur­fé­lags Intr­um á Íslandi) til inn­heimtu­starf­semi í Nor­egi. Ástæðan er sam­kvæmt til­kynn­ingu frá eft­ir­lit­inu sú að fyr­ir­tækið hef­ur 3.600 sinn­um á ár­un­um 2006 og 2007 látið skuld­ara greiða hærri inn­heim­tu­gjöld en leyfð eru sam­kvæmt norsk­um inn­heimtu­lög­um.

Brot­in eru sam­kvæmt Kred­ittil­synet álit­in mjög al­var­leg og hef­ur leyfið því verið aft­ur­kallað.

Sænska blaðið Dagens Industri hef­ur eft­ir Eirik Bu­næs, deild­ar­stjóra hjá Kred­ittil­synet, að enn­frem­ur hafi Intr­um í Nor­egi sent út inn­heimtu­bréf of snemma en strang­ar regl­ur séu í Nor­egi um hversu lang­ur tími megi líða frá gjald­daga til kröfu uns tíma­bært er að senda út inn­heimtu­bréf.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kred­ittil­synet hef­ur af­skipti af starf­semi Intr­um í Nor­egi en árið 2005 var fyr­ir­tækið gagn­rýnt harka­lega fyr­ir vinnu­brögð sín að sögn DI.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Intr­um Justitia seg­ir að for­rit­un­ar­villa hafi valdið því að of há inn­heim­tu­gjöld voru rukkuð en að því hafi þegar verið kippt í liðinn. Þá hef­ur Intr­um áfrýjað úr­sk­urði Kred­ittil­synet til norska dóms­málaráðuneyt­is­ins og mun starf­semi fé­lags­ins ganga sinn vana­gang uns ráðuneytið fell­ir úr­sk­urð sinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK