Netið að verða þriðji stærsti auglýsingamiðillinn

Breska ríkisútvarpið BBC er farið að birta auglýsingar á vef …
Breska ríkisútvarpið BBC er farið að birta auglýsingar á vef sínum. BBC

Allt út­lit er fyr­ir, að netið sé að fara fram úr tíma­rit­um sem aug­lýs­inga­miðill og verði þriðji stærsti aug­lýs­inga­miðill­inn á heimsvísu árið 2010 á eft­ir sjón­varpi og dag­blöðum. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu, sem stofn­un­in Zenit­hOpti­media hef­ur gert.

Fjallað er um skýrsl­una á vef breska blaðsins Guar­di­an.

Þar er áætlað að velta netaug­lýs­inga verði í kring­um 61 millj­arður dala virði árið 2010 sam­an­borið við 60,5 millj­arða dala veltu tíma­rita­aug­lýs­inga.

Fyr­ir 2010 mun 11,5% af fjár­magni því, sem er varið til aug­lýs­inga í heim­in­um, verða notað í netaug­lýs­ing­ar.  Netið kem­ur á eft­ir sjón­varps­aug­lýs­ing­um sem leiða hóp­inn með 37,5% og dag­blöðum með 25,4% af áætlaðri 530 millj­arða dala heild­ar­upp­hæð. 

Sam­kvæmt skýrslu Zenit­hOpti­media verður vöxt­ur sta­f­ræns aug­lýs­inga­markaðar mest­ur í Vest­ur-Evr­ópu og mun aukast úr 10 millj­örðum punda í nærri 20 millj­arða punda fyr­ir 2010. Ann­ar vax­andi markaður er Kína­markaður sem áætlað er að muni vaxa úr 1,3 millj­arði punda í 3,7 millj­arð punda fyr­ir 2010. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK