FL Group lækkaði um 15 milljarða

Um 7,9% lækkun varð á verði hlutabréfa í FL Group í gær og minnkaði markaðsverðmæti félagsins því um 15 milljarða króna innan dagsins. Frá nóvemberbyrjun hefur verðmæti félagsins minnkað um 52 milljarða króna eða 23%, og frá því í febrúar um 129 milljarða króna, eða 42%.

Rætt um að efla eignasafn

FL Group hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við stóran eiganda Landic Properties, Baug Group, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, (Baugur á rétt tæp 40% í fasteignafélaginu sem áður hét Stoðir). Viðræðurnar hafa m.a. snúist um það að efla eignasafn félagsins og fjárhagslegan styrk þess, en ekki liggur enn fyrir samkomulag um á hvaða gengi í FL ný viðskipti við þriðja aðila verði.

Þó var, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í gærkvöld, frekar búist við að ekki yrði mikið hvikað frá því gengi sem tekist hafði óformlegt samkomulag um fyrir helgi, en það var gengið 19.

Sömu upplýsingar herma að það gæti mikils þrýstings frá eigendum Baugs um að viðskiptaverð verði talsvert lægra, og hefur gengið 15 verið nefnt. Þessu munu aðrir eigendur í FL vera algjörlega andvígir og telja of lágt.

Í gær námu viðskipti með hlutabréf í félaginu rúmum hálfum milljarði króna í kauphöllinni. Þar af voru ein stór viðskipti sem námu 254 milljónum króna.

Greiningardeild Landsbankans rekur ástæður lækkunarinnar í gær til verðlækkunar á félögum í eignasafni FL Group. Verð hlutabréfanna var 19,25 krónur á hvern hlut í lok dags.

Líkur eru taldar á því að Hannes Smárason muni hætta störfum sem forstjóri FL Group á næstu dögum og við taki aðstoðarforstjórinn Jón Sigurðsson. Talsmaður FL Group vildi ekki staðfesta þetta við Morgunblaðið.

Kauphöll OMX á Íslandi setti hlutabréf í FL Group á athugunarlista í gær með vísan til tilkynningar félagsins um viðræðurnar. Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri kauphallarinnar, segir ástæðuna einfalda.

„Þegar svona viðræður eru í gangi þá er hætta á að það skapist ójafnræði á milli aðila. Við notum þessa merkingu til að vekja athygli fjárfesta á þessum aðstæðum,“ segir Páll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK