Mikil verðlækkun í Kauphöll

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Mikil lækkun hefur orðið á hlutabréfum í upphafi viðskiptadags í Kauphöll Íslands. Hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 2,19% og er 6702 stig. Lokað var í morgun fyrir viðskipti með bréf FL Group og er boðuð frétt um málefni fyrirtækisins.

Gengi bréfa Exista hefur lækkað um nærri 5%, bréf SPRON um 4%, Straums-Burðaráss um 3%, Landsbankans um 2,7%, Kaupþings um 1,8% og Glitnis um 1,6%  svo nokkuð sé nefnt.

Hlutabréf hafa almennt lækkað í evrópskum kauphöllum í morgun. Þannig hafa norrænar hlutabréfavísitölur lækkað um 0,5-2%, FTSE vísitalan í Lundúnum um 1,19%, DAX vísitalan í Frankfurt um 0,21%  og CAC vísitalan í París um  1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK