Kaupþing skoðar írskan sparisjóð

Kaupþing og bandaríska fjárfestingarfélagið JC Flowers, sem m.a. hefur freistaði þess að kaupa breska bankann Northern Rock, hafa sameinast um skoða hugsanleg kaup á írska sparisjóðnum Irish Nationwide Building Society. Þetta kemur fram á vefnum eircom.net.

Fyrr í haust bárust fréttir um að Landsbankinn væri að skoða kaup á Irish Nationwide, sem er stærsti sparisjóðurinn á Írlandi sem ekki hefur verið breytt í hlutafélag.

JC Flowers varð hluthafi í Kaupþingi eftir að íslenski bankinn keypti hollenska bankann NIBC í ágúst en bandaríska fyrirtækið fór fyrir fyrirtækjahópi, sem keypti NIBC árið 2005.

Fram kemur á eircom.net, að Kaupþing og JC Fowers muni leggja tilboðið fram sameiginlega ef af verður. Bandaríska fyrirtækið þurfi á bankaleyfi Kaupþings að halda og rekstur Irish Nationwide falli vel að rekstri Kaupþings þar sem báðir bankarnir hafi lánað fé til byggingaframkvæmda á Bretlandseyjum.

Irish Nationwide er í sölumeðferð og segir vefurinn, að fleiri fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa bankann, þar á meðal bandaríska lánastofnunin GE Money og þýski bankinn Hypo Real Estate. Söluverð er áætlað 1-1,5 milljarðar evra, jafnvirði 90-140 milljarða króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK