Mikil lækkun, sem varð á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í dag, gekk að talsverðum hluta til baka þegar leið á daginn. Úrvalsvísitalan, sem um tíma lækkaði um rúm 6,6%, endaði 1,95% lægri en í gær og er 6510 stig.
Gengi bréfa FL Group lækkaði um 15,06% og er nú skráð 16,35 en gengi í viðskiptum, sem urðu í gær í tengslum við hlutafjáraukningu fyrirtækisins og er boðað í hlutafjárútboði, er 14,7.
Bréf Alfesca hækkuðu um 1,83%, bréf Century Aluminium um 1,6% og Marels um 0,84%. Bréf SPRON lækkuðu um 5,91%.