Segir líkur aukast á harðri lendingu

Hætta á harðari lendingu hagkerfisins hefur aukist, að mati OECD.
Hætta á harðari lendingu hagkerfisins hefur aukist, að mati OECD.

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hvetur íslensk stjórnvöld til enn meira aðhalds í peningamálum og segir að hæg og ójöfn  aðlögun efnahagskerfisins geri það að verkum að hagkerfið sé viðkvæmara en ella fyrir versnandi aðstæðum á fjármálamörkuðum. Það hafi síðan aukið hættuna á harðari lendingu hagkerfisins. 

Stofnunin segir, að aðhaldssöm peningamálastefna muni á endanum leiða til þess að hægist á hagkerfinu, verðbólga minnki og jafnvægi komist á. Stjórnvöld ættu þó ekki að hika við, að herða enn á aðhaldinu til að koma verðbólgu niður og draga þannig úr áhrifum hugsanlegrar gengislækkunar.

Segir OECD, að það eigi að vera forgangsverkefni íslenskra stjórnvalda að endurskoða hlutverk og starfsemi Íbúðalánasjóðs og tímasetja eigi opinber verkefni með hliðsjón af stöðu hagkerfisins.

OECD spáir því að hagvöxtur verði á bilinu 1-1,6% á tímabilinu 2007-2009 og að atvinnuleysi verði 3,2% á næsta ári og 3,3% árið 2009. Verðbólga verður 4,4% á næsta ári að meðaltali og 2,8% á því næsta. Viðskiptahallinn minnkar úr tæpum 14% á þessu ári í rúm 11% á næsta ári og tæp 10% árið 2009. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka