Tilkynnt var um sölu Gnúps Fjárfestingafélags á 0,63% hlut í Kaupþingi í gær til Smáeyjar, félags í eigu Magnúsar Kristinssonar. Um var að ræða 4,6 milljónir hluta og miðað við gengi Kaupþingsbréfa í gær nemur andvirði sölunnar nærri fjórum milljörðum króna.
Eftir söluna á Gnúpur 4,74% hlut í Kaupþingi. Magnús á 43,7% hlut í Gnúpi, Kristinn Björnsson og fjölskylda einnig 43,7%, Birkir Kristinsson á 7% og Þórður Már Jóhannesson 5,6%.