Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum

Menn biðu átekta í kauphöllinni eftir ákvörðun seðlabankans
Menn biðu átekta í kauphöllinni eftir ákvörðun seðlabankans AP

Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á fundi sínum í dag að lækka stýrivexti bankans um 0,25% í 4,25% en þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á síðustu þremur mánuðum. Segir í tilkynningu frá bankanum að ekki sé útilokað að stýrivextir bankans muni lækka enn frekar ef ástandið á fasteigna- og lánsfjármarkaði versnar enn frekar.

Er lækkunin í takt við spá greiningardeilda en Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ekki lækkað stýrivexti jafn hratt síðan í efnahagssamdrættinum árið 2001, samkvæmt Vegvísi Landsbankans.

Talið er að bandarískir viðskiptabankar muni bregðast skjótt við stýrivaxtalækkuninni og lækka almenna útlánsvexti í 7,25%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK