Forstjóri Freddie Mac, bandarísks húsnæðislánasjóðs sem er að hluta til fjármagnaður með opinberu fé og er annar af tveimur stærstu íbúðalánasjóðum landsins, segir að sjóðurinn muni tapa á næstu árum 5,5-7,5 milljörðum dala til viðbótar við það sem hann hefur þegar tapað. Freddie Mac hefur þegar afskrifað um 4,5 milljörðum dala vegna erfiðleikanna sem ríkja á bandarískum húsnæðislánamarkaði.
Telur hann að ástandið eigi eftir að versna á húsnæðislánamarkaði sem og gjaldþrotum eigi einnig eftir að fjölga.
„Ég held í hreinskilni að ástandið eigi eftir að versna enn frekar áður en það batnar á ný," sagði Richard Syron, forstjóri og stjórnarformaður Freddie Mac á fundi með greiningaraðilum í New York í dag. Hlutabréf Freddie Mac lækkuðu um 6% í kjölfar orða hans í Kauphöllinni í New York.