Íbúðalánasjóður hækkar vexti

mbl.is

Íbúðalánasjóður ákvað í dag í kjölfar útboðs á íbúðabréfum að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,20%. Útlánsvextir íbúðalána sjóðsins verða 5,50%, á lán með uppgreiðsluákvæði, en 5,75% á lán án uppgreiðsluákvæðis.

Vextirnir voru hækkaðir þann 16. nóvember sl. um 0,45% í 5,30% á lánum með sérstöku uppgreiðsluálagi og 5,55% á lánum án sérstaks uppgreiðsluálags.

Alls bárust tilboð að nafnverði 31 milljarða króna í útboði Íbúðalánssjóðs í morgun. Sjóðurinn tók eingöngu tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa HFF44 að nafnverði 8,05 ma.kr. Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða var 5,16% án þóknunar og 5,17% með þóknun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK