Afgangur af rekstri hins opinbera

Tekjuafgangur hins opinbera, það er ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, nam 13 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 17,3 milljarða króna afgang á sama tíma 2006. Sem hlutfall af landsframleiðslu var tekjuafgangurinn 1,1% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 8,7%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Á fyrstu 9 mánuðum ársins mældist tekjuafkoma hins opinbera jákvæð um 41,9 milljarða króna, sem samsvarar 3,4% af landsframleiðslu, en á sama tíma 2006 var tekjuafkoman hins vegar jákvæð um 50,2 milljarða króna, eða 4,3% af landsframleiðslu.

Tekjuafkoma ríkissjóðs og almannatrygginga var jákvæð um 11,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2007 samanborið við 16,6 milljarða króna árið áður og um 38,3 milljarða króna á fyrstu 9 mánuðum ársins samanborið við 47,7 milljarðar króna árið 2006.

Tekjuafkoma sveitarfélaganna var einnig jákvæð á 3. ársfjórðungi 2007 eða um 1,2 milljarða króna og því heldur hagstæðari en á sama tíma 2006. Fyrstu 9 mánuði 2007 mældist tekjuafgangur sveitarfélaganna 4,1 milljarður króna en það svarar til 3,1% tekna þeirra.

Rit Hagstofunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK