Hætt við sölu á Icelandic í Þýskalandi

Sverrir Vilhelmsson

Icelandic Group hf. og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að afturkalla viljayfirlýsingu um sölu á 81% eignarhlut í Icelandic Holding Germany, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakkland, til hins síðarnefnda.

Í tilkynningu frá Icelandic segir, að ástæðuna fyrir afturkölluninni megi fyrst og fremst rekja til skilyrða á alþjóðlegum fjármálamálamörkuðum, sem hafi verið sérlega óhagstæð frá því að skrifað var undir viljayfirlýsinguna.

Icelandic keypti félagið árið 2005 af Finnboga og Pickenpack Gelmer í Frakklandi. Þegar upplýsingar um viljayfirlýsinguna voru sendar til kauphallar í september kom fram að Icelandic fái 21% af heildarhlutafé í félaginu fyrir 81% hlutinn í Icelandic Holding Germany og verði hlutaféð síðan selt áfram. Miðað við lokagengi Icelandic þá var kaupverðið því um 3,6 milljarðar króna.

Tilgangur sölunnar var sagður vera að skerpa áherslur í rekstri Icelandic Group og grynnka á skuldum félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK