Afli í nóvember svipaður og í fyrra

Heildaraflinn í nóvember var 106.105 tonn. Það er nánast sami heildarafli og í nóvember 2006, þá var aflinn 105.713 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Heildarafli íslenskra skipa á árinu var orðinn 1320 þúsund tonn í lok nóvember 2007 sem  rúmlega 69 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma í fyrra. Aukning í afla milli ára stafar af meiri loðnu- og markrílafla í ár.


Botnfiskaflinn í nóvember 2007 var 37.109 tonn en aflinn var 37.085 tonn í nóvember í fyrra. Fiskistofa segir, að tegundaskipting botnfiskaflans hafi veirð með nokkuð öðrum hætti í nóvember í ár. Þorskaflinn var tæplega fjögur þúsund tonnum minni nú en í nóvember 2006 eða 12.605 tonn samanborið við 16.307 tonn í nóvember í fyrra. Á móti samdrætti í þorskafla kom fjögur þúsund tonna aukning ýsuafla.

Síldaraflinn var tæplega 69 þúsund tonn í nýliðnum nóvember sem er álíka og í nóvember 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka