Nýtt útrásarfyrirtæki Landsvirkjun Power tekur til starfa um áramót. Fyrirtækið verður alfarið í eigu Landsvirkjunar og verður eigið fé fyrirtækisins um átta milljarðar króna. Til stendur að fyrirtækið einbeiti sér að virkjanaframkvæmdum erlendis en Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar mun fara fyrir hinu nýja félagi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.